Ný stjórn Kvenna í sjávarútvegi

Aðalfundur Kvenna í sjávarútvegi var haldinn miðvikudaginn 12. október 2017 í húsakynnum Íslenska sjávarklasans. Fundurinn var vel sóttur og mættu tæplega 30 félagskonur. Í nýkjörinni stjórn eru Nótt Thorberg, Hólmfríður Einarsdóttir, Kristín Helgadóttir, Guðrún Arndís Jónsdóttir, Hrefna Karlsdóttir, J.Snæfríður Einarsdóttir, Tinna Hrund Birgisdóttir og Freyja Önundardóttir sem jafnframt er formaður stjórnarinnar.

Stjórn félagsins hlakkar til að takast á við spennandi starfsár og að gera gott starf enn betra.