Nýr starfsmaður KIS

Margrét Albertsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri KIS.
Margrét er útskrifaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Þaðan lá leið hennar í meistaranám við Háskóla Íslands í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Margrét hefur síðustu ár starfað í fjármáladeild Vísis ehf. auk þess að sjá um heimasíðu og samfélagsmiðla fyrir fyrirtækið.

„Ég er gríðarlega þakklát fyrir þetta tækifæri til að starfa með öflugri stjórn KIS og hlakka til að leggja mitt að mörkum til að ná markmiðum félagsins. Það er enn af nógu að taka þegar kemur að því að fjölga konum í greininni en með þessu áframhaldi og auknum sýnileika kvenna í greininni trúi ég því að ungar stelpur muni sjá tækifærin í því að starfa í sjávarútveginum og KIS mun svo sannarlega vera hluti af þeirri vegferð“ segir Margrét.

Við bjóðum hana velkomna um borð og hlökkum til að vinna með henni.