Ný rannsókn á stöðu kvenna í sjávarútvegi

Smelltu hér til þess að fá skýrsluna í fullri lengd

Síðastliðið sumar fór KIS af stað með þá vinnu að framkvæma rannsókn með það að markmiði að kortleggja stöðu kvenna innan sjávarútvegsins með því að safna tölulegum upplýsingum um konur og kanna viðhorf til þeirra innan greinarinnar. Niðurstöður skýrslunnar voru svo gefnar út nú um miðjan febrúar. Rannsóknin var send á æðstu stjórnendur um 500 fyrirtækja í sjávarútvegi og tengdum greinum, en sambærileg rannsókn var gerð á vegum félagsins árið 2016 og voru niðurstöðurnar nýttar til samanburðar til þess að sjá hvort að það hafi orðið einhver breyting á þessu 5 ára tímabili.

RHA-Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri lagði spurningakönnun fyrir um 500 fyrirtæki og stofnanir sem flokkuðust undir sjávarútveg og var svarhlutfall gott, eða tæplega helmingur allra fyrirtækja svöruðu. Hér að neðan verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum og þær bornar saman við sambærilega könnunina frá 2016. 

 

Samantekt á helstu niðurstöðum

 • Á fimm ára tímabili sjáum við að í heildina litið eru konum í fullu starfi að fjölga.
 • Þeim vinnustöðum fækkar verulega sem hafa enga konu í fyrirtækinu en tæplega fjórðungur fyrirtækjanna hafa innan við fimm starfsmenn. 
 • Að sama skapi fjölgar nú í hópi þeirra vinnustaða sem eru með fleiri konur í starfi en helmingur sjávarútvegsfyrirtækja eru með 6 eða fleiri konur í fullu starfi. 
 • En mikilvægt er að átta sig á því að rúmur helmingur fyrirtækjanna eru undir 20 manns, og þar af tæplega 80% þeirra fyrirtækja sem eru með yfir milljarð í veltu eru með yfir 6 konur í fullu starfi
 • Þegar horft er til tiltekinna starfa að þá hefur konum fjölgað í öllum flokkum. 
 • En hlutfall kvenkyns framkvæmdastjóra hefur hækkað frá 16% upp í rúm 24% sem er ánægjulegt og er þróun í rétta átt, þó við myndum vilja sjá hraðari fjölgun.
 • Sjávarútvegurinn er að búa til fleiri störf, því við sjáum einnig að körlum er að fjölga í öllum flokkum nema í flokki framkvæmdastjóra þar virðast störf hafa færst til kvenna.
 • Konum hefur einnig fjölgað í tækni og sérmenntuðum störfum þar sem mikil þróun hefur verið í tækjabúnaði í greininni og skv. könnuninni er ekki talið að sjálfvirknivæðing hafi meiri áhrif á störf kvenna.
 • Þegar kannað var viðhorf,  hefur þeim fækkað verulega þeir sem telja að þörf sé á fleiri konum á vinnustaðnum 
 • 75% töldu að það ættu að vera fleiri konur á vinnustað 2016 en aðeins 40% 2021. 
 • Þrátt fyrir erum við að sjá hægar framfarir og ekki mjög miklar breytingar á stöðu kvenna í greininni þó einhverjar séu. 
 • Karlar voru fremur á þeirri skoðun en konur að fjölga þurfi konum á vinnustaðnum.
 • Jafnréttislög kveða um það að vinnustaðir með fleiri en 25 starfsmenn séu með jafnréttisáætlun. 
 • 45% fyrirtækja með 25 til 100 starfsmenn voru ekki með slíka áætlun í gildi. 
 • Í lögum er talað um að í félögum með 50 launþega eða fleiri skuli hlutfall hvors kyns ekki vera lægri en 40% en það vantar ennþá þó nokkuð upp á að þetta sé uppfyllt.