Ný stjórn kvenna í sjávarútvegi

Ný stjórn Kvenna í sjávarútvegi var kjörin á aðalfundi félagsins 26. september 2022 sem fram fór í Háskólanum á Akureyri en um 60 konur sóttu fundinn.

Agnes Guðmundsdóttir hjá Icelandic Asia, sagði af sér sem formaður félagsins en hún hefur sinnt embættinu undanfarin fjögur ár og þakkar félagið henni kærlega fyrir vel unnin störf.

Margrét Krístín Pétursdóttir, forstöðumaður gæðamála hjá Vísi í Grindavík var kjörinn nýr formaður félagsins.

Nýkjörnar stjórnarkonur eru

Unnur Inga Kristinsdóttir hjá Ice Fresh Seafood
Rakel Kristinsdóttir hjá Síldarvinnslunni
Tinna Gilbersdóttir hjá Iceland Seafood

Þær sem halda áfram eru

Alexandra Evudóttir Verkefnastjóri
Anna Björk Theodórsdóttir hjá Oceans of data
Kristrún Auður Viðarsdóttir hjá Íslandssjóðum 
Gulla Aradóttir hjá Ice Fish.

Auk kosningu nýrrar stjórnar, var skýrsla stjórnar lögð fram, ársreikningur lagður fram til samþykktar og félagsgjöld ákveðin ásamt góðum umræðum um komandi áherslur.

Ný stjórn kvenna í sjávarútvegi hlakkar til komandi starfsárs og þakkar um leið fráfarandi stjórnarmeðlimum Heiðu Kristínu Helgadóttur, Kötlu Þorsteinsdóttur og Mjöll Guðjónsdóttur fyrir vel unnin störf.