Sögustund um Íslenskar sjókonur

KIS, Innviðaráðuneytið og Sjávarklasinn munu standa fyrir sögustund um íslenskar sjókonur fimmtudaginn 31. mars kl 17, en Margaret Willson, mannfræðingur og aðstoðarprófessor við Washington háskóla hefur rannsakað sögu þeirra og skrifaði bókina „Seawomen of Iceland“. Hún mun koma og fræða okkur um sögu þeirra kvenna sem réru til sjós og stýrðu sínum knerri frá landnámi og fram á 19. öld en þá hófst vélvæðing báta og hurfu konur af sjó samhliða tækniframförum og breyttu viðhorfi til stöðu þeirra. Sjaldan er getið þessarra kvenna í söguheimildum en konur voru

mikilvægur hlekkur í að afla sér og sínum lífsviðurværis úr matarkistu hafsins. Þrátt fyrir aldalanga sögu íslenskra sjókvenna hallar verulega á hlut þeirra á sjó. Nægir að nefna að aðeins 0,3% þeirra sem lokið hafa vélstjórnarnámi eru konur og 1% þeirra sem lokið hafa námi í skipstjórn.

Umræður og léttar veitingar í fundarlok, salurinn er staðsettur í Granda Mathöll.

Allir velkomnir!