Ný stjórn Kvenna í sjávarútvegi

KIS-hopmynd

Ný stjórn Kvenna í sjávarútvegi var kjörin á aðalfundi félagsins 22. september 2021 sem fram fór í fundarsal Samtaka Atvinnulífsins en um 30 félagskonur mættu á fundinn.

Agnes Guðmundsdóttir hjá Icelandic Asia, var endurkjörin sem formaður félagsins.

Nýkjörnar stjórnarkonur eru

Alexandra Evudóttir hjá Marel
Anna Björk Theodórsdóttir hjá Oceans of data
Kristrún Auður Viðarsdóttir hjá Íslandssjóðum og
Gulla Aradóttir hjá Ice Fish.

Þær sem halda áfram eru

Heiða Kristín Helgadóttir hjá Niceland Seafood
Katla Þorsteinsdóttir hjá Samherja og
Mjöll Guðjónsdóttir hjá Soffanías Cecilsson

Nýr verkefnastjóri var einnig kynntur til leiks, en Laufey Mjöll Helgadóttir hefur hafið störf fyrir félagið.

Auk kosningu nýrrar stjórnar, var skýrsla stjórnar lögð fram, ársreikningur lagður fram til samþykktar og félagsgjöld ákveðin ásamt góðum umræðum um komandi áherslur.

Ný stjórn kvenna í sjávarútvegi þakkar fráfarandi stjórnarmeðlimum fyrir vel unnin störf og hlakkar til komandi starfsárs.