KIS fagnar útgáfu rannsóknarinnar

KIS bauð félagskonum sínum til fagnaðar í tilefni af útgáfu rannsóknarinnar sem félagið gerði nýlega til að kanna stöðu kvenna innan sjávarútvegsins. Viðburðinn fór fram á Vinnustofu Kjarvals og var ánægjulegt hvað margar félagskonur sáu sér fært að mæta. Agnes Guðmundsdóttir formaður félagsins kynnti rannsóknina og ræddi um komandi áskoranir og tækifæri.

Tvær öflugar félagskonur voru með kynningar á nýsköpunarfyrirtækjum sínum, en þær Halla Jónsdóttir frumkvöðull og fisksjúkdómafræðingur, kynnti fyrir okkur Optitog og Aðalheiður Hreinsdóttir framkvæmdarstjóri, kynnti LearnCove, en bæði fyrirtækin eru virkilega áhugaverð og verður spennandi að fylgjast með uppgangi þeirra.

Optitog er að þróa troll sem smalar rækju af sjávarbotninum inn í trollið með því að nota ljósgeisla, en þessi búnaður snertir varla botninn og er léttari en hefbundin veiðafæri og eru því mun umhverfisvænni og hagkvæmari í noktun. 

LearnCove er fræðslu- og þjálfunarhugbúnaður sérhannaður fyrir sjávarútveginn. Hugbúnaðurinn er nýttur jafnt af fræðsluaðilum, útgerðarfyrirtækjum og vélaframleiðendum á fjölbreyttan hátt. Meðal núverandi viðskiptavina í íslenskum sjávarútvegi má nefna Brim Seafood, Martak, ThorIce, Kælingu, Fisktækniskólann, Slysavarnarskóla sjómanna, Ísfell, og Hefring Marine. 

Við þökkum þeim kærlega fyrir þessar frábæru kynningar og hægt er að læra meira um fyrirtækin á heimasíðu þeirra:

www.optitog.com
www.learncove.io