Kæru konur í sjávarútvegi. Nú er áhugaverður viðburður framundan hjá okkur. Að þessu sinni hittumst við að morgni til og vonumst við til að sem flestar geti skapað sér svigrúm til að mæta. KPMG býður Konum í sjávarútvegi til morgunverðarfundar 20. mars næstkomandi í húsakynnum félagsins að Borgartúni 27, 8. hæð kl. 8:30 til 10:00. Þórunn M. Óðinsdóttir mun fjalla um straumlínustjórnun/LEAN og veltir því fyrir sér hvort þessi aðferðafræði skili jafn miklum árangri og sögur herma en Lean getur nýst í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur, í lífi og starfi.
Þórunn er einn reyndasti Lean ráðgjafi landsins og stýrir Lean teymi KPMG. Að erindi Þórunnar loknu fáum við til okkar Reyni Þrastarson ráðgjafa hjá Gæðakerfum ehf.. Reynir mun segja frá því hvernig fyrirtæki geta tryggt gæði í afurðum sínum alla leið til viðskiptavina erlendis og tekur dæmi um hvernig LEAN getur einfaldað ferlið og skilað miklum árangri. Í boði verður léttur morgunverður.