Konur í sjávarútvegi – KIS – Starfsárið 2017-2018

Kæru félagskonur!

Nú er senn á enda fimmta starfsár félags Kvenna í sjávarútvegi og var aðalfundur haldinn þann 19. september sl. þar sem kosið var í nýja stjórn félagsins. Þeim sem höfðu staðið vaktina undanfarið ár var þakkað fyrir vel unnin störf og nýjar stjórnarkonur boðnar velkomnar. Formaður stjórnar félagsins,  Freyja Önundardóttir gerði árið upp í áhugaverðum pistli sem birtist í Sjávarafli í vikunni og birtist hér einnig: Kveðja formanns 2018.