KIS hlýtur Hvatningarverðlaun sjávarútvegsins

Konur í sjávarútvegi fengu Hvatningarverðlaun sjávarútvegsins á Ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi þann 19. maí. Freyja Önundardóttir formaður veitti verðlaunum viðtöku úr hendi Jens Garðarssonar formanns SFS.

Verðlaunin eru veitt einstaklingi eða félagasamtökum sem hafa lagt sitt af mörkum til að bæta og efla íslenskan sjávarútveg með einum eða öðrum hætti.

Í þakkarorðum sínum hvatti Freyja fyrirtæki í greininni til að efla hlut kvenna og fara fram með góðu fordæmi þegar að því kæmi að fjölga konum í ábyrgðarstöðum innan fyrirtækja.