Fram í sviðsljósið-fjölmiðladagur 16. september 2016

Konur í sjávarútvegi áttu frábæran dag á námskeiði sem félagið stóð fyrir. Sirry fjölmiðlakona stóð vel undir væntingum með líflegri fræðslu og óhætt að segja að þetta hafi bæði verið hagnýtt og hressandi. Það voru vel yfir þrjátíu kátar konur sem héldu heim með bros á vör.

Við erum sannfærðar um að þetta er bara fyrsta skref félagsins af mörgum til að efla okkur og styrkja til að standa óhræddar fyrir máli okkar. Vegferðin er svo skemmtileg þegar við stöndum saman. Við viljum þakka velunnurum okkar hjá Marel fyrir að hýsa viðburðinn. Sirrý fyrir að gera þetta svona vel og ykkur frábæru konum fyrir að taka þátt.