Austfirðir heimsóttir

Dagana 15.-17. maí héldu Konur í sjávarútvegi í árlega vorferð félagsins. Förinni var heitið austur á firði þar sem heimsótt voru fyrirtæki á svæðinu.  Um 30 konur fóru í ferðina en félagskonur kynntu sér starfsemi  Eskju, Egersund veiðarfæragerðar, Loðnuvinnslunnar, Síldarvinnslunnar og Smyril Line. Afar vel var tekið á móti félagskonum og heimsóknirnar bæði fræðandi og skemmtilegar.

Haldnir voru kynningarfundir á Fáskrúðsfirði og í Neskaupsstað þar sem heimamönnum gafst kostur á að kynna sér starfsemi félagsins. Vel var mætt á báða viðburðina.