Ný stjórn Kvenna í sjávarútvegi

Ný stjórn Kvenna í Sjávarútvegi var kjörin á aðalfundi félagsins 18. september 2019 sem fór fram í höfuðstöðvum Íslandsbanka. Um 30 félagskonur mættu á fundinn.

Í nýskipaðri stjórn eru Agnes Guðmundsdóttir, formaður – Icelandic Asia, Ásdís Pálsdóttir – Fisktækniskólinn, Vala Hauksdóttir – Bjorg Capital, Jóhanna Rósa Ágústsdóttir – Strongwear, Soffía Árnadóttir – Fiskistofa.

Nýjar konur í stjórn eru Arnfríður Eide Hafþórsdóttir – Stjórn Loðnuvinnslunnar og Kaupfélags Fáskrúðsfjarðar. Heiða Jónsdóttir – Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. Helga Sígríður – Marel. Rósa Júlía Steinþórsdóttir – Íslandsbanki

Þær sem létu af stjórnarsetu eru Auður Ýr Sveinsdóttir – Valka, Marinella Haraldsdóttir – Úthafsskip, Þórdís Úlfarsdóttir – Íslandsbanki. Stjórn þakkar þeim vel unnin störf.

Fundurinn var með hefðbundnu sniði, auk kosningu nýrrar stjórnar, var skýrsla stjórnar lögð fram, breytingar á lögum félagsins, Ársreikningur lagður fram til samþykktar og félagsgjöld ákveðin.

Ný stjórn kvenna í sjávarútvegi, þakkar fráfarandi stjórnarmeðlimum fyrir vel unnin störf.