Ný stjórn Kvenna í sjávarútvegi var kjörin á aðalfundi félagsins 17. september 2024 sem fram fór í fyrirlestarsal Grósku. Um 60 konur sóttu fundinn auk þess sem fundinum var streymt til þeirra félagskvenna sem ekki gátu séð sér fært að mæta.
Tinna Gilbertsdóttir, sölustjóri frosinna afurða hjá Iceland Seafood International mun halda áfram sem formaður félagsins.
Nýkjörnar stjórnarkonur eru
Fanney Björk Friðriksdóttir hjá Brim
Helena Sandra Antonsdóttir hjá Einhamar Seafood
Silja Baldvinsdóttir hjá Arnarlax
Þær sem halda áfram eru
Ingveldur Ásta Björnsdóttir hjá North 65 ehf.
Ragnheiður Eyjólfsdóttir hjá Fisktækniskólanum
Rósa Júlía Steinþórsdóttir hjá Íslandsbanka
Unnur Svala Vilhjálmsdóttir hjá Eimskip
Auk kosningu nýrrar stjórnar, var skýrsla stjórnar lögð fram, ársreikningur lagður fram til samþykktar og félagsgjöld ákveðin ásamt góðum umræðum um komandi áherslur.
Margrét Albertsdóttir mun áfram sinna starfi verkefnastjóra félagsins.
Ný stjórn kvenna í sjávarútvegi hlakkar til komandi starfsárs og þakkar um leið fráfarandi stjórnarmeðlimum Unni Ingu Kristinsdóttur, Margréti Kristínu Pétursdóttur og Rakeli Kristinsdóttur fyrir vel unnin störf.