Félag kvenna í sjávarútvegi (KIS) óskar Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur til hamingju með embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem kona gegnir þessu ráðherraembætti og því um ákveðin tímamót að ræða í sögu stjórnarráðs Íslands. Við óskum Þorgerði Katrínu velfarnaðar í þeim áskorunum og verkefnum sem framundan eru.